söndag 3 juni 2012

blogg

Smá blogg um það sem hefur dregið á mína síðustu daga.

Ég bý ennþá á sama stað í Vällingby hjá konunni, er að leita mér að öðrum bústað, planið er að reyna að flytja í ágúst. Hef ákveðið að búa í Stokkhólmi eitthvað áfram.

Er komin með fulla vinnu á veitingarstað sem heitir Pressklubben, mjög góður staður, frábært starfsfólk, góður matur, 700 ólíkar ölsortir og fín laun. Gæti ekki verið betra. Vinn þar nú sirka 5-6 daga vikunnar þannig ég er mjög upptekin.



Skautatímabilið er búið en það byrjar svo aftur í haust, á eftir að sjá hversu mikinn tíma ég á eftir að hafa fyrir það, en reyni að halda mér inní því eins mikið og ég get.

Sótti um í háskólanám í nokkrum háskólum hérna í Stokkhólmi, hef ekki fengið svar ennþá, eina sem ég veit er að einkunnirnar mínar hafa verið dæmdar og færðar yfir á sænskar einkunnir og að ég hef kröfurnar til að stunda nám við þau námskeið sem ég sótti um. Fæ lokasvar á næstunni. Þannig næsta haust verð ég líklegast annað hvort í háskólanámi og vinna á kvöldin eða að vinna í fullu starfi áfram.

Sænskan gengur rosalega vel, er alveg hætt að nota ensku og bara sænskuna. Mjög ánægð með það!

Nú reyni ég bara að nýta lausu dagana mína í að sitja úti í sólinni og hafa það gott. Í júlí lokar veitingarstaðurinn minn í einn mánuð, þá er planið að fara til pabba í Lettlandi og hitta líka ömmu, afa og Hermann Björn litla bróður, verður mjög yndislegt. Svo er ég að reyna að plana útlandaferð með Gabríelu minni, sjáum hvernig það fer! Ætla allavega að reyna að nýta þennan mánuð í að hafa það gott.



torsdag 22 mars 2012

marsblogg

Jæja hvað segiði tími fyrir blogg?

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér síðustu daga og nettengingin í húsinu þar sem ég bý er búin að vera hræðileg þannig ég hef ekki getað farið mikið á netið. 

Er búin að vera að dæma á skautamótum síðustu helgar. Dæmdi á Skate Malmö eina helgi og svo síðustu helgi í Boo, Nacka í Stokkhólmi. Á morgun er ég svo að fara að dæma á skautamóti í Mörrum.



Langmesti tíminn minn undanfarið er búinn að fara í það að vinna í portfoliomöppum sem ég er búin að vera að senda í listaháskóla bæði hérna úti og svo heima. Setti saman heimasíðu með verkunum mínum ef ykkur langar að tékka á því: www.wix.com/huldalif/huldalif



Næsta mánudag fer ég svo í starfsprufu á kaffihúsi niðrí bæ, verð að vinna í eldhúsinu við að gera sallöt og samlokur, sjáum hvernig það fer, ágætis vinnutími: 05:30-14:00 alla virka daga, þannig ég þarf að fara að læra að vakna snemma!

Allt er búið að ganga mjög vel í SFI, veit samt ekki hvenær ég á að taka prófið en það kemur í ljós seinna.    Er búin að kynnast fullt af mjög skemmtilegu fólki og við hittumst af og til einnig utan SFI.

Veðrið er búið að vera æðislegt hérna, búið að vera sól í næstum 2 vikur samfleygt, hitastigið fer bara aukandi og á að vera um 15°C á morgun, þannig góð helgi framundan. Næs að geta byrjað daginn á því að fara í göngutúr í sólskininu.

Reyni að skrifa oftar þegar það er meira að frétta af mér! <3 puss och kram

torsdag 1 mars 2012

aftur til stokkhólms

Þá er maður kominn aftur út eftir æðislega helgi á Íslandi. 

Flaug heim um 7:40 leitið og lennti rétt fyrir 12 leitið. Úti var sól, heiðskýrt og 10°C, eitthvað til að bæta fyrir brottförina :)



Í dag fór ég í fyrsta tímann minn í SFI sem að ég verð í næstum alla virka daga frá 8:30-12:00 í einhvern tíma, eða bara þangað til ég er tilbúin að fara í lokaprófið. Það var frekar næs, þetta var fólk allt frá sitthvoru landinu og á mismunandi aldri. Var mest að spjalla við eina ljúflega finnska stelpu sem var þarna og svo á ég eftir að kynnast fleirum. 



Annars er ekki neitt búið að gerast á þessum tvem dögum, nú er það bara læra og klára umsóknir fyrir háskóla :)

Sakna ykkar <3

onsdag 22 februari 2012

Heimkoma eftir tvo daga!

Einn dagur í tvítugs afmælið mitt, þá er kominn tími á annað blogg.

Starfsprufan sem ég skrifaði um síðast, ég hætti við að fara í hana, þar sem það var of þröngur tími á milli hennar og dómgæslunnar sem ég var að vinna við í hinum enda borgarinnar, og svo hefði ég líka fengið í mesta lagi 2 klst svefn. En þetta er aukadjobb á bar fyrir veislur og hann ætlaði kannski að vera í bandi við mig seinna þegar þau eru með eitthvað stórt aftur. Það kemur bara í ljós.

Fór í fyrsta skiptið á skauta á útisvelli um daginn, hef einu sinni farið á tjörnina en það er allt önnur tilfinning. Þetta var risa svell úti á Östermalms IP, mjög gaman að prófa að fara á svona braut en því miður varð mjög hvasst eftir stuttan tíma, þannig það var mun erfiðara að skauta í eina áttina heldur en aðra, haha. Hér er ein mynd af torginu, reyndar var ís yfir öllu þegar ég fór þangað, líka miðjunni:



Annars er ég búin að vera á fullu að þjálfa hjá skautafélaginu SASK. Hélt m.a. fyrirlestur núna á sunnudaginn fyrir keppendur félagsins til að kynna fyrir þeim dómgæslusystemið sem er notað á keppnum. 


Á laugardaginn skellti ég mér á þorrablót Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Frekar fyndið að fara einn á eitthvað svona, en ég kynntist þónokkrum þarna, mestmegnis úr Félagi íslenskra Námsmanna í Stokkhólmi (FÍNS), sem voru næst mér í aldri og voru flestöll mjög næs. Maturinn var mjög góður, svo var auðvitað skolað niður hákarli og brennivíni og þónokkuð af hvítvíni drukkið. Síðan steig fyrsta hljómsveit kvöldisns á svið og ætlaði að taka nokkra íslenska slagara, en þar kom í verra þar sem söngvari hljómsveitarinnar kunni ekki textann eða laglínuna af lögunum, eða hvort hann hafi verið bara of drukkinn, það veit ég ekki. Seinna um kvöldið kom svo annað band sem var sænskt og þau tóku nokkra alþjóðlega slagara, hljómuðu mun betur en fyrra bandið. 
Þegar leið á kvöldið héldum við yngra fólkið þó niðrí bæinn en ég var ekki lengi útaf fyrirlestrinum sem ég var að halda daginn eftir. 



Í gær skellti ég mér í klippingu og ákvað að taka í burtu nokkra slitna enda svo tók ég mig til í gærkvöldi og setti dökkbrúnt skol í hárið á mér, það heppnaðist alveg ágætlega, er nokkuð sátt með útkomuna.

(er reyndar nývöknuð hérna en þið getið séð hárið :) )

Svo er afmæli á morgun, er reyndar ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera en ætla líklegast bara að spinna svolítið eftir því sem tíminn líður. Svo ætlum ég og nokkrir félagar að fara út að borða um kvöldið, þannig það verður mjög næs.



Ég kem svo heim til Íslands á föstudaginn! víí, lendi um 3-4 leitið, og svo er það bara skemmtun í 5 daga :) hlakka rosa til að sjá alla aftur þótt ég sé nú ekki búin að vera í burtu það lengi, þá er alltaf gott að koma heim.


Sjáumst! <3

onsdag 8 februari 2012

Komin í SFI og á leiðinni í starfsprufu

Nú er loksins eitthvað almennilegt að gerast hjá mér. Er búin að skrá mig í sænskunámskeið SFI (sænska fyrir innflytjendur). Tók inntökupróf og fékk inn í kúrs fyrir lengst komna, fékk meira að segja "of gott fyrir SFI" í hlustunarkaflanum af inntökuprófinu! Og ef mér gengur vel þá get ég meira að segja unnið svokallaðann SFI bónus sem er allt að 12000 SEK!



Ég fékk símtal í gær frá veitingarstað í Sundbyberg og var boðuð í atvinnuviðtal í dag. Hann vill prófa mig sem barþjón hjá sér og ég er að fara í prufu næsta laugardag! vúhúú
Reyndar eitt pínu vesen, ég er að dæma líka næstu helgi og á að vera í prufunni frá ca. 21:30-03:30 og fer að dæma kl. 9:00 morguninn eftir... þannig bara lítill svefn og mikið kaffi framundan þessa helgi! Vona að það gangi vel :)

Sá um daginn skemmtilega skyrauglýsingu í sjónvarpinu og ákvað að prófa það fyrst það var komið á markaðinn hérna. Varð þó fyrir miklum vonbrigðum þar sem það sem ég hélt að væri skyr var í rauninni þunnt jógúrt með jarðaberjabitum! :(




Ætlaði að sækja um bankareikning um daginn en gat ekki sótt um hann nema ég kæmi með útprentaðann samning frá einhverju fyrirtæki um það að ég væri að vinna einhverstaðar. Þannig ég er enn að bíða eftir að formaður skautafélagsins sendi mér samninginn til þess að ég geti farið með hann í bankann... Þannig ég er ekki enn búin að geta fengið borgað fyrir neitt og það léttist í buddunni hvern dag sem líður.. Vona bara að ég muni eiga nóg fyrir einum öl eða svo á afmælinu mínu :)

Kem heim 24. febrúar og verð fram til 29. febrúar, þannig það eru bara um 2 vikur þangað til! víí, farin að sakna þess svolítið að geta knúsað mömmuna mína... 

Skrifa meira eftir helgi <3

torsdag 2 februari 2012

komin með kennitölu!

Netið er eitthvað búið að haga sér leiðinleg hérna síðustu daga þannig ég er ekki búin að komast í að skrifa neitt...
Síðustu helgi kom pabbi í heimsókn, það var mjög næs að hitta á hann, hef ekki hitt hann í langan tíma. Vorum á hóteli í Gamla Stan og skoðuðum okkur vel um í miðborginni, fórum á kaffihús, bari, í verslunarleiðangra og nutum okkar mjög vel :)
Hér koma nokkrar myndir: 


Pabbi á stóra markaðstorginu við Östermalmstorg, þar er hægt að kaupa allskonar osta, kjöt, fisk, bakkelsi og jafnvel er hægt að láta elda máltíð fyrir sig á staðnum! :)

eðalfiskur
í miðjunni er semla sem er aðeins fáanleg í febrúar, rjómabolla með vanillukremi, kardimommum ofl, mmmm :)


Þetta er í Nespresso búðinni í Stokkhólmi, lítur eiginlega út eins og banki þegar maður kemur inn í hana, maður tekur númer og svo er valið af barnum :D haha, svo var hægt að fá frían kaffibolla til að prófa :) mmmm


Svo varð ég að setja eina mynd af kalda


Pabbi fór svo á sunnudaginn heim aftur, en við erum í góðu sambandi. Var boðið í mat á sunnudagskvölið hjá Helgu og Snorra, frændfólki Emblu Hrannar sem búa í Stokkhólmi, og það var mjög yndislegt. Gott að geta hitt einhverja Íslendinga hérna. 
Var líka að skoða íslendingafélagið hérna í Stokkhólmi, þau eru með þorrablót einhverntíman á næstunni, kannski maður tékki á því til að kynnast íslendingunum sem lifa í nágrenninu, þótt ég vilji ekki hengja mig alveg við íslendingana, þarf að fara að kynnast fleiri svíjum...

Núna er búið að kólna rosalega í Stokkhólmi, allt á kafi í snjó og í kringum -10°C til -12°C... En það á víst að hlýna aftur í næstu viku.



Nú er kominn febrúar og tvítugsafmælið alveg að fara að renna upp, mamma, amma og afi hafa ákveðið að splæsa í mig ferð heim, þannig ég kem yfir á pólinn yfir fáeina daga í enda febrúar :D Verður næs að geta farið í fríhöfnina og keypt löglega ódýrt áfengi, haha, eina ástæðan fyrir því af hverju mann langar að verða tvítugur, nú fer maður bara að verða gamall...

En ég er komin með sænska kennitölu!! var að hringja niðureftir og það hefur verið eitthvað rugl í póstinum þar sem hún var tilbúin fyrir meira en viku síðan, þannig núna ætla ég út í bankann og stofna bankareikning! :D víí


Bæjóó





tisdag 24 januari 2012

Luleå ofl.

Hæ :)

Sorry með að ég hafi ekki bloggað í svolítinn tíma, er mjög óvön þessu og er ekki alltaf við internettengingu ;)
En s.s. það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég er byrjuð að æfa hjá skautafélaginu SASK sem er staðsett hérna í norðurhluta Stokkhólms á svipuðum stað og ég bý. Það eru svo miklu betri aðstæður fyrir skautaiðkendur hérna heldur en heima á Íslandi. Bara hugsandi það að heima eru aðeins þrjár skautahallir á öllu landinu, hérna er SASK klúbburinn með þrjár skautahallir undir sér, þannig það er nóg af ístíma handa öllum! ;) Er búin að kynnast nokkrum nýjum þar, mjög fínir þjálfarar, svo er ein stelpa sem er að æfa með mér sem er jafngömul mér sem er mjög næs. Ákvað svo að setja eina mynd af kvöldmatnum mínum einn daginn: kjötbúðingur, kartöflumús, grænar baunir og sinnep!


Um helgina fór ég til Luleå uppi í Norrbotten að dæma á skautamóti. Í flugvélinni kom ég auga á þessa auglýsingu, Ísland greinilega orðinn mega vinsæll rómantískur staður:


Gisti á hóteli í Luleå, herbergið var frekar næs, reyndar var endalaust af tækjum fyrir fólk í hjólastólum, veit ekki hvort það hafi verið einhver misskilningur þar á ferð eða hvort að þau vildu bara stjana extra vel við mig :) 



Þar var aðeins kaldara en í Stokkhólmi, kringum -5°C og snjór. Frekar fallegt samt, rölti aðeins um á föstudagskvöldinu í centruminu, það var hús útá miðju vatninu, frekar flippað


Sést illa, en þetta er hús útá miðju frosnu vatninu!


Þau eru þar með eina risastóra skautahöll sem inniheldur fjögur skautasvell! Við þurftum reyndar að vera við næststærsta svellið þar sem það var hokkýleikur á stóra svellinu. Hokkýliðin í Svíþjóð eru mjög góð, og norðurhlutinn eru ein af toppliðunum á landinu (Luleå og Skelefteå). Ég fór í einni pásunni minni og náði einum leik þar.
Skautahöllin
Stóra svellið!

Maður varð samt svo gegnfreðinn af því að sitja í kuldanum í svona langan tíma, var örugglega í allavega hálftíma í sturtu eftir dómgæsluna áður en ég náði að finna fyrir tánum mínum aftur!
Eftir mótið á sunnudeginum fórum við dómararnir yfir í eina af minni skautahöllunum til að sjá Alexander "Sasja" Majorov, sem er rússneskur strákur sem býr í Svíþjóð og er einn af efnilegustu ungu skauturum heims, lennti m.a. í 3. sæti á Junior Worlds 2011. Náði nokkrum myndböndum af honum þar sem má m.a. sjá 4falt toeloop, sporasamsetninguna hans ofl. léleg gæði samt þar sem þetta er á síma og tekið í gegnum gler langt í burtu ;)

Litli gæjinn í myndbandinu er litli bróðir Alexanders sem heitir Nikolaj og er í kringum 10 ára, hér er myndband af honum 2010 :

Hér er svo stutta prógrammið hjá Alexander Junior Worlds 2011: 


Í gær fór ég að þjálfa fyrir SASK klúbbinn í fyrsta skipti og var að þjálfa þar Miniorer stelpurnar (sirka á aldrinum 8-11 ára). Það var pínu erfitt þar sem ég kann ekki sænsku heitin á öllu þannig þjálfunin varð mestöll sýnikennsla hjá mér og þær að kenna mér sænsku, haha, það gekk samt bara mjög vel og ég held að þeim hafi líkað alveg ágætlega við mig. Fer aftur að þjálfa í dag, veit samt ekki hvaða level af skauturm það verður, það kemur bara í ljós. Gott að fá smá svona extra pening, er ekki ennþá komin með neina aðra vinnu en ég þarf að fara að redda því. Þjálfunin er þó betra en ekkert! :)
Er svo að fara að skrá mig í sænskunámskeið til að ná betri tökum á henni, er búin að ná henni fáranlega vel miðað við lítinn tíma en ekki nógu vel samt. Þannig ég ætla að skrá mig á námskeið til að reyna að fá meira flæði svo ég geti startað almennilegum samræðum við fólk :)


Skrifa meira seinna í vikunni. Hejdå <3